Dwarf Madagascan Hissing Roach SMODULE_HEADER_TAGS_PRODUCT_SEO_SEPARATORVefverslun Furðufugla og fylgifiska

Dwarf Madagascan Hissing Roach S

2.990kr

Dverg Madagaskar hvæsulakkinn (Elliptorhina chopardi) er forvitnilegt gæludýr og stundum fóðurdýr fyrir körtur og skriðdýr. Hann er dökkrauðbrún og vængjalaus. Kemur frá eynni Madagaskar. Best er að hafa hann í loftræstu en lokuðu búr með eða án botnlags. Það er auðveldara að þrífa ef ekkert botnlag er haft. Hentug botnlag er annars gróðurmold, dagblaðaspænir, spaghnum mosi eða haframjöl. Kakkalakkinn lifir á rotnandi laufblöðum, mjöli, ávöxtum og grænmeti - einnig hundafóður. Gott er að hafa grunna vatnsskál hjá þeim (með bómullarpjötlu í til að þeir drukkni ekki) og aðra skál undir fóður. Búrið þarf ekki að vera stórt. Getur klifrað upp gler og því best að hafa vírnet yfir. Ná kynþroska 4-5 mánaða og geta lifað 2-3 ár (stundum 5). Verða um 3,6-4,2 cm langir. Kjörhiti 24-32°C. Henta vel sem byrjendagæludýr. Gefa frá sér einkennandi hvæs séu þeir truflaðir, líka við tímgun og stundum bara af því að þeim líður vel. Alveg meinlausir! Kvendýrið gýtur 20-30 lífandi ungum. Karldýrið þekkist á litlum v-laga hornum á höfðinu. Kvendýrið er oftar dökkt á lit en karldýrið eins og á myndinni.

Tegund: Dwarf Madagascan Hissing Roach S
Stærð: 2 cm
Afgreiðslutími: sérpöntunarvara - 2-4 vikur (eftir framboði hverju sinni)

Nánari upplýsingar!
Framleiðendur
Hvað er nýtt
Poecilia wingei Female M