pH Alert™MODULE_HEADER_TAGS_PRODUCT_SEO_SEPARATORVefverslun Furðufugla og fylgifiska

pH Alert™

2.790kr

pH Alert er frumleg leið til að símæla sýrustig (pH) í ferskvatnsbúrum. Nemi á mælinum breytir um lit fram og aftur til að mæla sýrustig milli pH 5,8-8,2. Ekki er þörf á neinni viðbót við mælinn eða sérstökum mæliaðferðum. pH Alert tekur 10 mínútur að mæla breytingar á sýrustigi búrs en þarf 30 mínútur þegar það er fyrst sett í búrið. Mælirinn endist í um 6 mánuði eftir að hann fer í vatn. Þetta er frábær leið til að vera með símælingu á sýrustígi án þess að þurfa að taka stöðugt vatnssýni - og því hætt að bregðast við ef hætta skapast. Eingöngu fyrir ferskvatnsbúr!

pH Alert endist um 4 sinnum lengur en sambærilegar vörur. Þá er mælirinn næstum helmingi smærri en aðrir mælar. Hann er lítill, greinilegur og lítt áberandi þannig að hann spillir ekki útsýninu!

Notkunarleiðbeiningar: komið mælinum fyrir i búrinu þar sem hann er sýnilegur. Það er einkar auðvelt! Það þarf ekki að framkvæma nein próf eða mælingar. Þegar neminn er fyrst tekinn í notkun er hann 30 mínútur að sýna fyrstu niðurstöður. Hann þarf að aðlagast vatninu fyrst. Eftir það er hann ekki nema 10 mínútur að sýna sýrustigsbreytingar til hækkunar eða lækkunar.

Meðhöndlun: mælirinn þarfnast engrar umönnunar nema að fjarlægja þörunga sem kunna að setjast á hann með hreinum, mjúkum klút. Ekki nota klór, þrifefni, sápu eða grófa klúta til að þrífa nemann. Forðast ber að snerta hann með fingrum þar eð húðolíur geta skemmt hann. Sum litarefni í lyfjum geta aflitað nemann. Neminn verður nákvæmari með aldri að því tilskyldu að hann sé ekki látinn þorna og er hafður í vatni. Hann skemmist þó ekki þótt hann þorni. Til að fá nákvæmasta lesningu er best að skoða nemann í dagsbirtu eða sambærilegu ljósi.

Listinn að hugsa um fiskabúr!

Sýrustig í búrum!

Almennar leiðbeiningar fyrir mælisett!

Sjúkdómaforvarnir!

Framleiðendur