Green-winged/Blue & Gold Macaw Pair (Tobbi & Eva) - SELD!MODULE_HEADER_TAGS_PRODUCT_SEO_SEPARATORVefverslun Furðufugla og fylgifiska

Green-winged/Blue & Gold Macaw Pair (Tobbi & Eva) - SELD!

790.000kr

Grænvængjaði arinn (Ara chloroptera) nýtur mikilla vinsælda, enda stór og fjörmikill stríðnispúki. Hann er bráðgreindur og hefur heilmikla talgetu og auðvelt er að kenna honum kúnstir. Þetta er ákveðinn fugl með gríðarmikla leikþörf. Hann er nokkuð hljóður en getur gefið frá sér mjög hávær öskur ef honum leiðist eða er vanræktur. Þarf nóg til að dunda sig við ss. leikföng og nagdót. Rykar litið og þarf góða næringu þ.e. gott úrval fræja, pálmahnetur, eggjafóður og auðvitað grænmeti, ávexti og margs konar mannamat. Pantanir í síma 699 3344. Nánari upplýsingar: http://www.tjorvar.is/html/green-winged_macaw.html

Þau Tobbi og Eva hafa verið par í 6 ár. Þau eru mjög ástfangin og hafa verpt nokkrum sinnum og komið einum unga á legg - Harlequinn Macaw að nafni Láka. Það hafa fæðst fleiri ungar. Tobbi er 12 ára, handmataður og fæddur á Íslandi 2002. Hann talar mikið og er sérlega gæfur þegar Eva er ekki nálægt! Hann hefur leikið í ýmsu m.a. Latabæ, Töfrahetjunum og ýmsum auglýsingum. Hann kann ýmsa skemmtilega takta og kemur til flestra, hvort heldur karlmanna eða kvenna, og lætur þá sem hann er hrifinn af klóra sér og klappa um allt. Eva er ótamin og flutt inn frá Bretlandi.

Stærð: 90 cm.
Lífaldur: 70-100 ár.
Verð: 790.000 kr fyrir parið. - VISA raðgreiðslur í boði til 3ja ára - SELD!

Framleiðendur
Hvað er nýtt
Tetra Complete Substrate 5kg