Death's Head Cockroach LMODULE_HEADER_TAGS_PRODUCT_SEO_SEPARATORVefverslun Furðufugla og fylgifiska

Death's Head Cockroach L

1.290kr

Hauskúpulakkinn (Blaberus craniifer) er forvitnilegt gæludýr og fóðurdýr fyrir körtur og skriðdýr. Hann er brúnleitur með dökka vængi og kúskúpumerki aftan á höfði. Ættaður frá Mexíkó, Belís og Kúbu. Bæði kynin eru vængjuð en geta ekki flogið. karldýrið er minna og vængirnir ná aftur fyrir búk. Kvendýrið er stærra og vængir ná ekki aftur fyrir búk. Heldur sér aðallega á jörðu niðri. Ungviðið lifir í botnlaginu. Best er að hafa hann í loftræstu en lokuðu búr með eða án botnlags. Hentug botnlag er annars gróðurmold, spaghnum mosi eða barkarspænir. Kakkalakkinn lifir á gróðri ss. barri, laufblöðum, mjöli, ávöxtum og grænmeti. Gott er að hafa grunna vatnsskál hjá þeim (með eldhúspakka í til að þeir drukkni ekki). Búrið þarf ekki að vera stórt en betra ef það er hátt. Nokkuð auðvelt að fjölga og hentugara fóður en krybbur (kjötmeira). Ná kynþroska 4-5 mánaða og geta lifað 16-24 mánuði. Verða um 5 cm langir.

Tegund: Death's Head Cockroach ML
Stærð: 5 cm
Afgreiðslutími: sérpöntunarvara - 2-4 vikur (eftir framboði hverju sinni)

Umönnunarleiðbeiningar!

Framleiðendur