Acestridium dichromum MMODULE_HEADER_TAGS_PRODUCT_SEO_SEPARATORVefverslun Furðufugla og fylgifiska

Acestridium dichromum M

2.890kr

Pleggar (Plecos) koma í ýmsum stærðum, gerðum og litum. Þetta eru sugufiskar og yfirleitt þörungaætur. Þeir spanna allt frá nokkrum sentimetrum á lengd upp í 70-80 cm! Þeir eru yfirleitt harðgerðir en oft viðkvæmir fyrir vatnsgæðum. Gæta þarf þess vel að þeir séu rétt fóðraðir. Þótt flestir séu þörungaætur þurfa þeir samt sem áður fjölbreytt dýra- og skordýraprótín í fæðunni til þess að þeir dafni. Spectrum botntöflurnar henta best til þess - sjá nánar: http://verslun.tjorvar.is/product_info.php?products_id=3010.

Græna svipan (Acestridium dichromum) verður um 6,5 cm löng. Hún er æði sérstök, grönn og löng eins og trjágrein. Þetta er dugmikill þriffiskur fyrir gróðurbúr og þarf aðgengi að þörungum. Hann er viðkvæmur fyrir vatnsgæðum og áreiti. Kemur úr mið og efri hluta Rio Orinocofljóts og af Casiquiare vatnasvæði Rio Amazonas í Venesúela. Fær á sig fallegan grænan lit. 
Tegund: Green Whiptail Catfish M (Acestridium dichromum)
Flokkun: -
Stærð: 5 cm
Afgreiðslutími: 2-4 vikur (eftir framboði hverju sinni)
Framleiðendur
Hvað er nýtt
Paradiso 90 - Choco/Vanilla