Madagascan Hissing Roach S - 5stkMODULE_HEADER_TAGS_PRODUCT_SEO_SEPARATORVefverslun Furðufugla og fylgifiska

Madagascan Hissing Roach S - 5stk

1.290kr

Madagaskar hvæsilakkinn (Gromphadorhina portentosa) er forvitnilegt gæludýr og stundum fóðurdýr fyrir körtur og skriðdýr. Hann er dökkrauðbrún og vængjalaus. Kemur frá eynni Madagaskar. Best er að hafa hann í loftræstu en lokuðu búr með eða án botnlags. Það er auðveldara að þrífa ef ekkert botnlag er haft. Hentug botnlag er annars gróðurmold, dagblaðaspænir, spaghnum mosi eða haframjöl. Kakkalakkinn lifir á rotnandi laufblöðum, mjöli, ávöxtum og grænmeti - einnig hundafóður. Gott er að hafa grunna vatnsskál hjá þeim (með bómullarpjötlu í til að þeir drukkni ekki) og aðra skál undir fóður. Búrið þarf ekki að vera stórt. Getur klifrað upp gler og því best að hafa vírnet yfir eða smyrja vaselíni meðfram búrbrúninni (3 cm breitt belti). Ná kynþroska 4-5 mánaða og geta lifað 2-3 ár (stundum 5). Verða um 5-7,5 cm langir. Kjörhiti 24-32°C. Henta vel sem byrjendagæludýr. Gefa frá sér einkennandi hvæs séu þeir truflaðir, líka við tímgun og stundum bara af því að þeim líður vel. Alveg meinlausir! Kvendýrið gýtur 30 lífandi ungum. Karldýrið þekkist á litlum v-laga hornum á höfðinu. Kvendýrið er oftar dekkra á lit en karldýrið eins og á myndinni. Magn: 5stk í poka.

Tegund: Madagascan Hissing Roach S
Stærð: 1-2cm
Afgreiðslutími: sérpöntunarvara - 2-4 vikur (eftir framboði hverju sinni)

Nánari upplýsingar!
Framleiðendur
Hvað er nýtt
Biotoecus opercularis S - Wild