Macro-Feast™ Live 400mlMODULE_HEADER_TAGS_PRODUCT_SEO_SEPARATORVefverslun Furðufugla og fylgifiska

Macro-Feast™ Live 400ml

2.350kr

Macro-Feast™Live er lifandi þang af tegundinni Gracilaria pacifica. Þetta er einfaldlega best lifandi fóðrið fyrir alla grænmetisætur í sjávarbúrum. Matvandir fiskar ss. Mororish Idol og englar eru sólgnir í það, og nærvera þangsins kemur mörgum öðrum matvöndum til að éta af kappi. Macro-Feast™ þangið má setja beint út í búrið til skrauts eða átu, eða í refugium búr þar sem það vinnur á ammóníak, nítröt og fosföt.

Rauðþangið þykir eitt bragðbesta fóðrið fyir grænfóðursætur og er lífsnauðsynleg fæða fyrir margar tegundir. Það er ríkt af amínó- og fitusýrum og lengir líf búrfiska. Það bætir lit, heilsu og hreysti flestra tanga, margra engla og sumra varafiska (Wrassa). Um margra ára skeið hafa menn fóðrað sjávarfiska á "staðgenglum" svo sem hráu salati og spínati, en þetta grænmeti er sýrumyndandi og úr ferskvatni. Þang inniheldur hins vegar þau nauðsynlegu sölt og steinefni sem sjávarfiskar þurfa. Þangið er étið upp til agna - ekkert verður eftir af því.


Gracilaria pacifica

Magn: 400 ml - 2 plöntur
Geymist best í kæli við 5°C (kæliskápahurðinni!) eða í köldu, dimmu herbergi í 3-4 vikur.
Framleiðendur
Hvað er nýtt
SBC SB948  Pinwheel