Það hefur aldrei verið einfaldara að setja upp fallegt fiskabúr!
Tetra Cascade Globe kúlubúrið er fallegt, vandað og ódýrt. Þetta er glerkúla með loki, ljósi og hreinsibúnaði sem flest kúlubúr skortir. Loks er hægt að hafa lífvænlegt kúlubúr!
Búrinu fylgir innbyggð Tetra fossdæla með síuefnum sem má skipta út á 4 vikna fresti. Ljósið er með 8x hvítum LED perum. Hitari fylgir ekki, enda hugsað fyrir gullfiska eða gotfiska. Vatnið fossar ofan í búrið úr hreinsidælunni. Allt til staðar til að koma upp búri nema lífríkið og vatnið!
Rúmmál: 6,8L
Mál: 34x27x30,5cm (h*b*d)
Afgreiðslutími: til á lager!