Eheim 2076 Professional 3e 450 - 1650l/hMODULE_HEADER_TAGS_PRODUCT_SEO_SEPARATORVefverslun Furðufugla og fylgifiska

Eheim 2076 Professional 3e 450 - 1650l/h

102.500kr

EHEIM Professional 3e Electronic 450 tunnudælulínan er alveg ný af nálinni en byggir á gömlum merg. Þessar dælur eru afar traustar og góðar, sérhannaðar fyrir fiskabúramarkaðinn. Snjöll úrræði og góð ending eru einkennandi fyrir Eheim dælurnar. Þessar dælur eru mjög sparneytnar, mjög öflugar og mjög skilvirkar. Dælan er sjálf áfyllandi, með gott rúmmál undir filterefni sem geymast í þægilegum körfum. Dælan notast við vandaða keramík íhluti sem tryggja mjög hljóðláta vinnslu. Hún er fullbúin til notkunnar með filterpúða, fínsíur og Eheim Substrat undir bakteríuflóruna. Auðvelt er að aftengja slöngur og ná dæluhausnum af. Forsía grípur stærri óhreinindaagnir og auðveldar þrif til muna. Þessar eru með UBS tengi fyrir tölvur þ.a. hægt er að stýra þær úr heimilistölvunni (selt sér). Það þarf bara að stilla flæðið sem óskað er eftir og tölvustýringin í dælunni sér um afganginn. Hentar í allar gerðir fiskabúra - ferskvatns-, gróður- og sjávarbúr. Sexþætt rafstýring sem stjórnað er með einungis þrem tökkum.

 
 
 
Product type:   2074 2076 2078
Product name: Profess. 3e   350 450 700
For aquariums up to l 180-350 240-450 300-700
Pump output l/h 1500 1700 1850
Delivery head approx. Hmax m 2,2 2,4 2,6
Power consumption W 10-35 10-35 10-35
Canister volume l 7,4 12,5 14,5
Filter volume ll 4,5 + 0,5 (prefilter) 6 + 0,6 (prefilter) 8 + 0,6 (prefilter)
Dimensions mm 398x238x244 474x264x264 534x264x264

Flæðistýring: Þrepaskipt flæðisminnkun eða aukning með því að ýta á takka. Dælan er mun öflugri en aðrar sambærilegar á markaðinum.
Stöðugt flæði: Dælan skynjar þegar óhreinindi fara að hefta rennsli og breytir flæðinu í samræmi við það. Þetta tryggir stöðugra flæði og lengir líf dælunnar til muna.
Breytilegt flæði: Rafstýring tryggir breytilegt flæði yfir sólarhringinn til að líkja eftir náttúrulegum sveiflum.
12 tíma ferli: Rafstýringin skiptir um rennslismagn á 12 tíma fresti.
Þjónustuvísir: Með því að ýta á takka má sjá hve langt er í næsta hreinsun.
Lofttæmiventill: Ef loft safnast undir dæluhausnum sér tölvustýringin um að tæma það sjálfvirkt.
Bilunarnemi: Fylgist stöðugt með afköstum dælunnar og birtir bilunartilkynningar á skjánum. Samtímis fer forrit í gang til að greina og lagfæra bilunina.
Tölvutenging: EHEIM professionel 3e 450 (2076) er stórhuga smádælan. Byltingarkennd þægindi sem hægt er að stýra úr heimilistölvunni. Einfalt og þægilegt forrit í tölvuna sem sett er upp með hjálp EHEIM Interface (ekki innifalið) og síðan hægt að sækja notendavænan hugbúnað á EHEIM Control Center.

Eheim 2076 Professional 3e 450:

• Búrstærð: 240-450L
• Afköst: 1650 l/klst
• Hámarksdæluhæð: 2,4m
• Filter rúmmál: 6,0L + 0,6L (forsía).
• Dælurúmmál: 12,5L
• Afl: 10-35 W
• Stærð: 47,4x26,4x26,4cm

Framleiðendur
Hvað er nýtt
Juwel Ecco Skim INT