Aves Lorinectar 900gMODULE_HEADER_TAGS_PRODUCT_SEO_SEPARATORVefverslun Furðufugla og fylgifiska

Aves Lorinectar 900g

5.990kr

Aves Lorinectar er framúrskarandi alhliða duftfóður fyrir allar gerðir hunangspáfa (Lories/Lorikeets). Það inniheldur öll nauðsynleg vítamín, steinefni, amínósýrur og ensím sem litlir fuglakroppar þurfa. Duftinu er blandað út í hreint vatn þ.a. úr verði þunnur vellingur (hlutföllin 1:5). Best er að blanda fóðrinu út tvisvar á dag, einkum ef heitt er í veðri. Gefa má með því eins mikið af grænmeti og ávöxtum og hunangspáfinn getur torgað. Hefur verið notað með frábærum árangri síðan 1976 um heim allan. Má einnig gefa öllum öðrum páfagaukum sem viðbit.

Innihald: Jurtaprótín, dýraprótín, vítamín, steinefni og amínósýrur í réttum hlutföllum, glúkósi, þrúgusykur og blómahunangslögur.
Samsetning:
Hráprótín 14,2%, hráfita 2,8%, línólsýra 1,3%, meltanlegt kalk 1,0%, sýrustigsnæmar fitusýrur 0,5%.
Þyngd: 900g (býr til 4,5L af blöndu) 

Framleiðendur