Turbelle® Nanostream® 6040 - 4500l/hMODULE_HEADER_TAGS_PRODUCT_SEO_SEPARATORVefverslun Furðufugla og fylgifiska

Turbelle® Nanostream® 6040 - 4500l/h

34.990kr

Turbelle® Nanostream® 6040 WIDE FLOW ördælan er af nýrri kynslóð dæla frá Tunze. Þær eru aflmeiri en útlitið gefur til kynna og þær taka sáralítið pláss. Auðvelt að fela þær bak við grjót og þær feykja ekki kóralla um koll. Hægt er að snúa stefnubreytaranum í allar áttir án þess að þurfa að færa dæluna til. Segulfesturnar nýju draga úr víbringi og hljóðmyndun. Mjög eyðslugrönn dæla og ein sú hljóðlátasta á markaðnum. Þessi er með stillanlegum dæluhraða og með stýra með gagnstillinum Multicontroller 7095, 7096 og 7097 og Wavecontroller 7092.

Turbelle® Nanostream® 6040.000:

• Búrstærð: 20-500L
• Dæluhraði 200-4.500 l/klst
• Afl: 1,5-13W
• Öryggi: 12V lágspenna - Fish Care vörn
• Snúrulengd: 3m
• Stærð: 65x65x65 mm (án stefnubreytara)
• Úrtaksþvermál: 40 mm
• Segulfesta fyrir <15mm glerþykkt

Afgreiðslutími: til á lager.
Framleiðendur
Hvað er nýtt
Malaga II - Platinum