Rubino Eastern Rosella (Gunnar & Annie) - SELD!MODULE_HEADER_TAGS_PRODUCT_SEO_SEPARATORVefverslun Furðufugla og fylgifiska

Rubino Eastern Rosella (Gunnar & Annie) - SELD!

120.000kr

Rúbín skrúðpáfinn (Platycercus eximius eximius "Rubino") er afar glæsilegur og almennt geðgóður fugl. Karlfuglinn er einkar fagur en kvenfuglinn fölari á lit. Skrúðpáfinn er meira skrautfugl en talfugl. Hann getur þó orðið mjög gott gæludýr ef hann er taminn. Nokkuð hljóður en er fljótur að herma eftir hringinum hvers konar. Þarf nóg til að dunda sig við ss. leikföng og nagdót. Rykar lítið og þarf góða næringu þ.e. gott úrval fræja, eggjafóður og auðvitað grænmeti og ávexti. Þetta er rúbín litarafbrigðið. Nánari upplýsingar: http://www.tjorvar.is/html/eastern_rosella.html

Hjónin Gunnar Nelson og Annie Mist eru 13 ára gömul og flutt inn frá Hollandi. Þau eru mjög falleg og róleg og heyrist lítið í þeim. Þau hafa sýnt áhuga á varpi en ekkert komið undan þeim enn sem komið er. Fiðrið er mjög fallegt. Þau eru lítið taminn en hafa fengið að vera mikið laus. Þeim fylgir nýlegt Montana Brazil búr. Hafa verið á góðu stórfuglafóðri frá F&F ásamt grænmeti og ávöxtum. Gullfallegt par!

Stærð: 30 cm.
Lífaldur: 30-35 ár.
Framboð: 13 ára gamalt par með búri. - SELD!

Framleiðendur
Hvað er nýtt
TetraTec IN 600 Plus - 600l/klst