Flourish Iron 250mlMODULE_HEADER_TAGS_PRODUCT_SEO_SEPARATORVefverslun Furðufugla og fylgifiska

Flourish Iron 250ml

2.190kr

Flourish Iron er mettað (10.000 mg/l) óbundið járn (Fe+2) í glúkonati. Efnið ætti að nota í þeim tilfellum þar sem járnmagnið í Flourish nægir ekki. Einkenni járnskorts í plöntum (langir grannir stilkar, gult á milli æða) gefa til kynna hvenær bæta má Flourish Iron við. Plöntur eiga mun auðveldara með upptöku járns úr Flourish Iron™ heldur en EDTA járnuppsprettum vegna þess að allt EDTA járn er bundið (Fe+3). Þar sem plöntur þurfa óbundið járn eyða þær orku í að taka bundið járn og breyta því í óbundið.
Inniheldur hvorki fosföt né nítrít.

Magn: 250ml
Afgreiðslutími: til á lager!

Notkunarleiðbeiningar: hristist fyrir notkun. Setjið 5ml af blöndunni í hverja 200L búrvatns eða til að ná 0,10 mg/L styrkleika járns. Hægt er að mæla magn járns með MultiTest Iron mælisettinu.

Innihald: Járnglúkonat.
Samsetning:
Járn (Fe) 1,0%.

 

Framleiðendur
Hvað er nýtt
Sofa Scratching Post - Creme