Fish Mate F14 Aquarium Fish Feeder sjálfvirki
fóðurgjafinn er hentug lausn fyrir hvern fiskabúraeiganda. Þessi
fóðurgjafi gengur fyrir einu AA 1,5V batteríi og er einkar þægilegur í
notkun. Fóðurgjafann má setja yfir lokargati eða undir búrloki þar sem því verður við komið. Best er að tengja loftdælu við fóðurgjafan, sérstaklega ef hann er undir lokinu, til að minnka rakamyndun og fóðurkögglun (loftdæla og slanga fylgja ekki með). Hentar bæði undir
fóðurflögur, töflur og annað þurrfóður og dugar áfylling í mest
14 daga miðað við eina gjöf daglega. Má gefa allt að 4x á dag. Fóðrið fellur í búrið á rúmlega 2 klst við hverja gjöf til að líkja betur eftir fóðuröflun í náttúrunni. Setja má mismunandi fóðurgerðir í hvert hólf, allt eftir þörfum.