Góðgæti fyrir gæludýrin, Vefverslun Furðufugla og fylgifiska

3.590kr

Góðgæti fyrir gæludýrin
[ISBN 9789979]

Góðgæti fyrir gæludýrin

Góðgæti fyrir gæludýrin er fyrsta bók sinnar tegundar á Íslandi og frumraun höfundar - Bjarkeyjar Björnsdóttur. Bjarkey hefur alltaf verið mikið fyrir að búa til dýrindis kræsingar, úr besta hráefni sem völ er á, öllum til gleði. Nú er komið að gæludýrunum að njóta góðs af. Bjarkey hefur sett saman fjölda uppskrifta sem eru allar mjög hollar og góðar fyrir dýrin ásamt því að kítla bragðlauka þeirra. Bjarkey hefur ætið verið mikill dýravinur og velferð dýranna er ávallt í fyrirrúmi. Sjálf á hún bæði hunda og páfagauka og vinnur einnig sem sjálfboðaliði fyrir velferð dýra. Bókin er í stóru broti og prýdd fjölda ljósmynda.

"Dýrin mín hafa fengið að njóta rétta upp úr þessari frábæru bók og þau elska allt sem þau hafa fengið. Við gefum bókinni og matnum okkar bestu einkunn. Maturinn er hollur, bragðgóður og auðvelt að útbúa hann." - Auður, eigandi Korku, Spretts, Mola og Neffý.

"Eftir fyrsta molann af Lifrarljúfmeti létu hundarnir mig ekki í friði." - Rannveig, eigandi Tinna Og Kára.

"Kisuréttirnir slógu algjörlega í gegn á mínu heimili og gott að vita hvert innihaldið er." - Íris, eigandi Snúllu.

76 bls. Bókin er á íslensku.
Afgreiðslufrestur er enginn.

Umfjallanir
Framleiðendur
Leita
 
Sláðu inn leitarorð
Ítarlegri leit
0 hlutir