Lates calcarifer SMODULE_HEADER_TAGS_PRODUCT_SEO_SEPARATORVefverslun Furðufugla og fylgifiska

Lates calcarifer S

3.090kr

Risa aborrinn (Lates calcarifer) er gríðarstór matfiskur sem finnst víða í ám og fljótum við Indlandshaf og vestanvert Kyrrahaf frá Íran til Japans. Hann lifir í ferskvatni en hrygnir í árósum í ísöltu vatni. Hraðvaxta fiskur sem getur þyngt um 3 kg fyrst æviárið og er ræktaður sem matfiskur á þessum slóðum. Getur orðið allt að 200 cm langur og 60 kg þungur. Hann étur allt sem að kjafti kemur og skítur jafn miklu þ.a. búrið þarf að hafa öflugt hreinsikerfi. Gengur aðeins með stærri fiskum en ekki grimmum. Best er að hafa hann í hálfsöltu vatni. Fínn á pönnuna!
Image of Lates calcarifer (Barramundi)
Tegund: Giant Perch, Barramundi S
Stærð: 6 cm
Afgreiðslutími:sérpöntunarvara - 2-4 vikur (eftir framboði hverju sinni)
Framleiðendur
Hvað er nýtt
Easy-Life EasyStart - 5L
0 hlutir