Solomon Island Eclectus Pair (Ray og Cora) - SELD!MODULE_HEADER_TAGS_PRODUCT_SEO_SEPARATORVefverslun Furðufugla og fylgifiska

Solomon Island Eclectus Pair (Ray og Cora) - SELD!

550.000kr

Solomoneyja eclectusinn (Eclectus roratus solomonensis) er vinsæll og sérlega glæsilegur stórfugl. Hann er bráðgreindur og yfirvegaður, félagslyndur og friðsæll. Karlfuglinn er fagurgrænn með ljósan gogg og rautt undirvængku. Kvenfuglinn er öllu litfegurri. Hún er blóðrauð með fjólubláan kvið og svartan gogg. Kynin er reyndar svo ólík að löngum var haldið að um tvær aðskildar tegundir væri að ræða. Eclectusinn hefur mjög góða talgetu og er mjög hæfileikaríkur. Hann hefur þann kost að þetta er ekki rykfugl og minna fjaðurendarnir reyndar á mannshár. Það er mjög auðvelt að kenna honum kúnstir. Þetta er húsbóndahollur fugl sem hefur töluverða leikþörf en mikla nagþörf. Hann er með mýkri gogg en aðrir páfagaukar af sömur stærð og getur því ekki brotið harðar hnetur. Hann þarf góða næringu þ.e. gott úrval fræja, eggjafóður og auðvitað grænmeti og ávexti í miklu magni - alveg til jafns á við fræ. Þeim þykir mannamatur góður en það á EKKI að gefa þeim pellets nema Harrisons. Pantanir í síma 699 3344. Nánari upplýsingar: http://www.tjorvar.is/html/australasian_parrots__astralas.html

Grande Dometop


Hjónin Ray og Cora eru bæði handmötuð og flutt inn frá Bandaríkjunum. Þau eru fædd 2004. Þau hafa verpt margoft og komið upp amk. 5 ungum sem flest eru hérlendis. Þau eru stórskemmtileg og gæf. Karlfuglinn talar mikið. Þeim þykja ávextir og stórfuglakornið frá F&F lostæti, ásamt pálmahnetunum. Þeim fylgir stórt blátt Grande Dometop búr frá Avian Adventures. Mjög fallegt og gæft par!
Tegund: Solomon Island Eclectus Pair
Stærð: 37 cm.
Lífaldur: 40 ár.
Framboð: handmatað verpandi par ásamt búri.
Verð: 550.000 kr. VISA raðgreiðslur í boði til allt að 3ja ára. - SELD!

Framleiðendur
Hvað er nýtt
Tetra Starter Line LED Aquarium 54L
0 hlutir