Cinnamon Pearl Cockatiel (Depill) - SELDUR, Vefverslun Furðufugla og fylgifiska

18.000kr

Cinnamon Pearl Cockatiel (Depill) - SELDUR

Cinnamon Pearl Cockatiel (Depill) - SELDUR
Dísan (Nymphicus hollandicus) nýtur mjög vinsælda, enda litfögur og hvers manns hugljúfi. Hún hefur nokkra talgetu, einkum karlfuglinn og auðvelt er að kenna henni að flauta margvísleg lög. Þetta er kelinn og góður barnafugl. Nokkuð hljóð en getur gefið frá sér hávær köll ef henni er ekki kennt að tala. Þarf nóg til að dunda sig við ss. leikföng og nagdót. Rykar töluvert og þarf góða næringu þ.e. gott úrval fræja, eggjafóður og auðvitað grænmeti og ávexti. Fæst í ýmsum litarafbrigðum. Grái liturinn er algengastur. Nánari upplýsingar: http://www.tjorvar.is/html/cockatiel___disa_.html

Hann Depill er 3ja ára handmataður kanelgrár perlóttur dísarpáfi. Hann er til sölu vegna breyttra fjölskylduaðstæðna. Hann er söngelskur og flautar þegar maður kemur heim og er ágætlega gæfur. Honum fylgir rúmgott krómlitað búr svipað og á myndinni.
Stærð: 32 cm.
Lífaldur: 20-25 ár.
Verð: 18.000 kr með búri - SELDUR!
Umfjallanir
Framleiðendur
Leita
 
Sláðu inn leitarorð
Ítarlegri leit
0 hlutir