Orange-winged Amazon (Lóra) - SELD!, Vefverslun Furðufugla og fylgifiska

100.000kr

Orange-winged Amazon (Lóra) - SELD!

Orange-winged Amazon (Lóra) - SELD!
Óransvængjaði amasoninn (Amazona amazonica amazonica) er vinsæll félagi, enda litfagur og greindur stórfugl. Hann hefur nokkra talgetu og auðvelt er að kenna honum kúnstir. Þetta er félagslyndur og lífsglaður fugl sem hefur mikla leikþörf. Frekar hávær, einkum kvölds og morgna. Þarf nóg til að dunda sig við ss. leikföng og nagdót. Rykar litið og þarf góða næringu þ.e. gott úrval fræja, pálmahnetur, eggjafóður og mikið af grænmeti og ávöxtum. Pantanir í síma 699 3344. Nánari upplýsingar: http://www.tjorvar.is/html/orange-winged_amazon.html

Lóra er 14 ára gömul og tamin, innflutt frá Bretlandi. Hún er dagfarsprúð og hægt að klappa henni og kjassa. Það getur heyrst töluvert í henni á fengitíma eins og gjarnt er með amasóna. Hún hefur góða matarlyst og lítur vel út. Ekkert búr fylgir.
Stærð: 31 cm.
Lífaldur: 50-70 ár.
Verð: 100.000 kr - VISA raðgreiðslur í boði. - SELD!
Umfjallanir
Framleiðendur
Leita
 
Sláðu inn leitarorð
Ítarlegri leit
0 hlutir